Skilmálar


Uthald.is leggur áherslu á einfaldleika og þægindi þegar verslað er hjá okkur á netinu. Þú velur vöru, setur í körfu, velur greiðslufyrirkomulag og pöntun er afgreidd að jafnaði innan 24 klukkustunda. Í kjölfarið færðu senda kvittun fyrir vörukaupunum í tölvupósti og þar með er kominn á samningur á milli þín og uthald.is. Ef vara er uppseld þá höfum við samband við þig hið fyrsta og kynnum aðrar sambærilegar vörur eða bjóðum endurgreiðslu.

Upplýsingar um seljanda

Seljandi er IronViking ehf, eigandi netverslunar uthald.is., kt. 670711-1100, til húsa að Stakkahraun 1, 220 Hafnarfirði. Fyrirtækið sérhæfir sig í innflutningi íþróttavara og heilsutengdra vara sem hámarka árangur. Fyrirtækið veitir einnig þjónustu og ráðgjöf vegna skipulags við mótahald almenningshlaupa og þríþrautarkeppna.

Skilafrestur

Viðskiptavinir okkar hafa 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að þeir hafi ekki notað vöruna. Vöru þarf að skila í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum og með greiðslukvittun. Niðurtalning hefst þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Varan er endurgreidd að fullu innan 30 daga eftir að henni er skilað ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt.  Endurgreiðsla berst að jafnaði innan fimm virkra daga en það getur verið breytilegt milli kortafyrirtækja. Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað viðskiptavinar, nema hann hafi fengið ranga eða skemmda vöru afhenta.
Öllum vörum er einnig hægt er að skila og skipta í Stakkahrauni 1, 220 Hafnarfirði.

Opnunartími:
Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga á milli klukkan 14:00 og 18:00
Fimmtudaga á milli klukkan 14:00 og 19:30
Laugardaga á milli klukkan 11:00 og 15:00

Verð og greiðslufyrirkomulag

Öll verð í netversluninni eru í íslenskum krónum og með virðisaukaskatti (VSK). Verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur.
Uthald.is notar greiðslugátt frá Valitor á Íslandi. Hægt er að greiða með kreditkortum frá Visa og Mastercard eða staðgreiða með debetkorti. Þegar greiðsla hefur borist fær viðskiptavinur tölvupóst eða SMS með staðfestingu á pöntun.

Eignarréttarfyrirvari

Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupandi hefur greitt kaupverðið að fullu

Trúnaður

Uthald.is heitir fullkomnum trúnaði um þær upplýsingar sem eru gefnar upp í viðskiptunum.

Lagaákvæði

Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 sem og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003, eftir því sem við getur átt . Niðurtalning á öllum frestum sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 hefst þegar móttaka vöru á sér stað.

Höfundarréttur

Allt efni á uthald.is er eign IronViking ehf.

Varnarþing

Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Skilmálar þessir gilda frá 20. maí 2011.

 

Nánari upplýsingar

Sendu fyrirspurn á uthald@ironviking.is og við bregðumst við eins fljótt og auðið er.