Um uthald.is


IronViking ehf. rekur og á vefverslunina www.uthald.is og verslunina uthald.is
IronViking var stofnað árið 2011 og eru eigendur fyrirtækisins fjórir, þ.e. Hákon Bergmann Óttarsson, Helgi Hinriksson, Pétur Smári Sigurgeirsson og Steinn Jóhannsson. Allir eiga þeir sameiginlegt að hafa brennandi ástríðu fyrir íþróttum og útvist auk þess að vera hoknir af keppnisreynslu í ýmsum íþróttum.
Fyrirtækið leggur er áherslu á að selja hágæðavörur sem nýtast öllu íþrótta- og útivistarfólki. Lögð er áhersla á að vera með vörur sem henta sérstaklega íslenskum aðstæðum.
IronViking er umboðsaðili  COMPRESSPORT | FUSION | RYDERS Eyewear | MAURTEN CASCO | Colting Wetsuits og XTENEX. Öll vörumerkin eru framleidd í Evrópu nema Ryders sem er frá Kanada. 

Fyrirtækið er staðstett að Stakkahrauni 1, 220 Hafnarfirði.

Opnunartími:
Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga á milli klukkan 14:00 og 18:00
Fimmtudaga á milli klukkan 14:00 og 19:30
Laugardaga á milli klukkan 11:00 og 15:00


Kennitala: 670711-1100 | Bankaupplýsingar: 0536-26-1100 |
 Vsk-númer: 108662

Ef þú hefur einhverjar fyrirspurnir um vörur og þjónustu, þá vinsamlega farðu neðst á síðuna og sendu okkur skilaboð með að fylla út formið.

Nafn: Hákon Bergmann Óttarsson
Netfang: hakon(hjá)ironviking.is
Stjórnarformaður: Hákon er einn af eigendum IronViking og er meðlimur í Bootcamp, Hlaupahóp FH og 3SH. Hefur hann öðlast góða reynslu í þessum greinum undanfarin ár og tekið þátt í maraþoni sem og ultra maraþoni með góðum árangri. Hákon fór sinn fyrst járnkarl í Regensburg 17 júní 2012. Áður hafði hann þreytt hálfan járnkarl á Miami

Nafn: Pétur Smári Sigurgeirsson
Netfang: petur(hjá)ironviking.is
Stjórnarmaður: Pétur er einn af eigendum IronViking og hefur hann stundað margskonar íþróttir en síðustu ár hefur hann aðallega lagt stund á hlaup og hefur hann tekið þátt í maraþonhlaupum og ultra maraþonum með góðum árangri, hann hefur líka stundað Boot Camp undanfarin 6 ár. Hann er einn af stofnendum Hlaupahóps FH og er einn af þjálfurum hópsinns. Pétur hefur reynslu af keppnishaldi og gerð æfingaráætlana.

Nafn: Steinn Jóhannsson
Netfang: steinn(hjá)ironviking.is
Stjórnarmaður: Steinn er einn af eigendum IronViking og hefur víðtæka reynslu af hlaupum, sundi, sjósund, hjólreiðum og þríþraut. Steinn keppti um árabil í frjálsum íþróttum fyrir FH þar sem hann lagði áherslu á millivegalengdir (800m og 1500m). Hann keppti fyrir landslið Íslands frá 1985-1995 auk þess að keppa fyrir University of Louisiana í Bandaríkunum frá 1990-1994. Í seinni tíð hefur Steinn lagt áherslu á þríþraut og var á tímabili handhafi Íslandsmeta karla í hálfum og heilum járnkarli. Steinn hefur víðtæka reynslu af keppnihaldi og þjálfun í ofangreindum íþróttagreinum og veitir ráðgjöf og þjónustu á sviði keppnishalds, keppnisbúnaðar og æfingaáætlana. Steinn var einn af stofnendum hlaupahóps FH og þríþrautadeildar Sundfélags Hafnarfjarðar.

Einkunnaorð Steins eru: Alltaf á hreyfingu (Always on the move).

Nafn: Helgi Hinriksson
Netfang: helgi(hjá)ironviking.is
Sími: 8208060
Stjórnarmaður: Helgi er einn af eigendum af IronViking. Helgi hefur stundað ýmsar íþróttagreinar í gegnum árin en síðustu árinhefur þríþrautin heillað hvað mest. Helgi fór Ironman vegalengd í september 2011. Helgi er einn af stofnendum Þríþrautardeildar Sundfélags Hafnarfjarðar – 3SH. 
Helgi starfaði hjá Compressport International árin 2013-2014 sem regional sales manager

  Ljósmyndir á síðunni eru að mestu eftir Arnold Björnsson og Ragnar Haraldsson